Grámórauð ólituð ull af gemlingum eða veturgömlum ám í Lóni. Grámórauðar ær eru frekar sjaldgæfar, en litbrigðin í ullinni eru einstök.
Garnið er unnið hjá smáspunaverksmiðjunni Uppspuna og er tveggja þátta garn örlítið fínna en léttlopi.