Um okkur

Hvar erum við?

Við erum með opna jurtalitunarstofu í Lóni í Kelduhverfi. Fyrir þá sem minna þekkja til þá er Lón um það bil mitt á milli Húsavíkur og Ásbyrgis, fullkominn áningarstaður á Demantshringnum ( https://www.northiceland.is/diamondcircle ). Þar er hægt að kaupa garnið okkar og fá í leiðinni tækifæri til að kynnast framleiðsluferlinu.

"Ég hef verið sauðfjárbóndi í tuttugu ár. Í dag eru 520 ær á bænum. Ég hef alla tíð lagt áherslu á litafjölbreytni hjá kindunum mínum og er í dag með nánast öll litaafbriði íslenskra sauðfjárins í hjörðinni. Ég er líka sérstakur aðdáandi forystufjár og hef ræktað það alla tíð. Nýlega hóf ég ræktun sérstaks feldfjárstofns sem á að gefa mér sérstaklega góða og mjúka ull. 

Jurtalitun á ull er eðlilegt og skemmtilegt framhald á sauðfjárræktinni sem ég vona að þið viljið njóta með mér."

Guðríður Baldvinsdóttir er potturinn og pannann í fyrirtækinu. Hún fluttist í Kelduhverfið vorið 2000 og hefur síðan rekið sauðfjárbúið í Lóni með manni sínum.  Í Lóni er einnig töluvert æðarvarp og skipulögð skógrækt.

Guðríður er er menntaður skógfræðingur frá Norska landbúnaðarháskólanum. Hún vann hjá Landgræðslunni og Skógræktinni (Norðurlandsskógum) 1999-2008. Einnig stofnaði hún og rak fyrirtækið Sælusápur frá 2008-2019. Fyrirtækið Mórúnir stofnaði hún á vordögum 2020.