Íslensk gemsaull

Tveggja þátta band unnið úr ull af gemsum og veturgömlum ám.  Garnið er til í sauðalitunum, litað með jurtum, kaktuslús og duftlitum. Bandið er örlítið fínna en band úr léttlopa. 

Einstaklega mjúkt og fallegt band.

Allar hespur eru 50 g, u.þ.b. 100 m.  Lengdin getur verið aðeins mismunandi eftir reifum; 95-105 m í 50 g.

Mælt með prjónum nr. 3,5-4,5 miðað við venjulega prjónfestu.