Sauðalitir

Mjúkt ullarband  unnið úr ull af lömbunum í Lóni í Kelduhverfi. Tveggja þátta band unnið hjá Uppspuna, smáspunaverksmiðju á Suðurlandi.  Lítið meðhöndluð ull, mjúk og létt.

50 g hespur, u.þ.b. 100 m.  Lengdin getur verið aðeins mismunandi eftir reifum; 95-105 m í 50 g. Bandið er örlítið fínna en léttlopi.  

Mælt með prjónum nr. 3,5-4,5 miðað við venjulega prjónfestu.