Duftlitað Gilhagaband

Duftlitað ærband frá Gilhaga smáspunaverksmiðju í Öxarfirði.  Lítið meðhöndluð ull, mjúk og létt.

50 g hespur, u.þ.b. 100 m.  Lengdin getur verið aðeins mismunand; 95-105 m í 50 g. Tvíbandið er örlítið fínna en léttlopi 

Mælt með prjónum nr. 3,5-4,5 miðað við venjulega prjónfestu.

Tölvu- og símaskjáir eru mismunandi. Við reynum eins og við getum að birta myndir sem sýna litina eins nærri raunveruleikanum og hægt er. Það er ekki hægt að ábyrgjast að garnið sem þú færð í hendur sé nákvæmlega eins á litinn og sést á skjánum.  


Þvoið handlitaðar flíkur í volgu vatni.