Duftlitaður léttlopi

Duftlitaður léttlopi frá Ístex 

Skrautband sem er gaman að nota eitt og sér eða til að lífga upp á hefðbundnar lopapeysur. Skoðið prjónaprufur til að sjá hvernig bandið kemur út í flíkum.

Allir hnyklar eru 50 g og ca 100 m

Mælt með prjónum nr. 4,5-5 miðað við venjulega prjónfestu. 18L= 10cm

Ef meira en eina hespu þarf í prjónaverkefnið mælum við með að prjóna til skiptis úr tveim dokkum nokkrar umferðir þegar ein hespa klárast og önnur tekur við til að koma í veg fyrir áberandi litaskil. Handlitað skrautband gefur ekki reglulegt mynstur.

Tölvu- og símaskjáir eru mismunandi. Við reynum eins og við getum að birta myndir sem sýna litina eins nærri raunveruleikanum og hægt er. Það er ekki hægt að ábyrgjast að garnið sem þú færð í hendur sé nákvæmlega eins á litinn og sést á skjánum.  


Þvoið handlitaðar flíkur í volgu vatni.