Komið í heimsókn

Komið í heimsókn

Þið eruð velkomin í jurtalitunarstofu okkar í Lóni, bæði einstaklingar og hópar. Þar getið þið kynnst jurtalitun og fengið fræðslu um ferlið. Við höfum reglulegan opnunartíma sumarið 2020 milli 11 og 17, miðvikudaga til laugardaga yfir sumarið ( 18.júní-4.ágúst), eða fram að handverkshátíð á Hrafnagili aðra helgina í ágúst!

Auðvitað getiði kíkt til okkar á öðrum tímum, en hafið þá samband á undan í 866 1511 eða info@morunir.is

Við erum staðsett milli Húsavíkur og Ásbyrgis. Ef þið eruð að koma frá Húsavík: þegar þið komið að brekkunni niður af Tjörnesinu og sjáið yfir Öxarfjörðinn eigiði um þrjá kílómertra eftir í Lón. Bærinn blasir við sunnan við Lónin. Þið keyrið yfir flatlendið en beygið ekki til vinstri upp Kelduhverfið heldur beygið til hægri við hliðarveg sem merktur er  "Fjöll" . Þaðan er ca 1km í Lón.  Jurtalitunarstofan er staðsett í lágreistu hvítu húsi með rauðu þaki alveg niður við veg.

Verið velkomin!