Íslensk ull í öllum regnbogans litum

Veljum Mórúnu

Fyrir umhverfið

Við getum öll lagt eitthvað af mörkum fyrir umhverfið. Jurtalituð ull hefur svo margt fram yfir efnalitað og ofmeðhöndlað garn. Íslenska ullin okkar hefur aldrei farið út fyrir landsteinana, hún hefur aldrei komist í tæri við efnakokteil tilbúinna litarefna og ekki má gleyma því hvað hún er yndislega hlý og mjúk

Dökkgrár Svartur Hvít lambsull Ljósgrár Mórauður

Nýtt í vörulínu

Sauðalitirnir í Lóni

Fjölbreytt litaafbrigði af lömbunum í Lóni: grámórautt, steingrátt, mórautt og kolsvart. Dásamlega mjúkt tveggja þátta band unnið hjá Uppspuna. 50 gr hespur, u.þ.b. 100 m

Skoða sauðaliti Skoða allt

Lifandi náttúra

Árstími, vaxtarstaður, tími sólarhrings, vatnið. Allt þetta hefur áhrif á þá liti sem jurtirnar gefa.

Jurtalitun er lifandi list, við litum í litlum skömmtum og  það eina sem er öruggt erað aldrei kemur 100% eins litur í hvert skipti upp úr pottinum, því setjum við ætíð garn úr sama litunarpotti saman í pöntun.

Tölvu- og símaskjáir eru mismunandi. Við reynum eins og við getum að birta myndir sem sýna litina eins nærri raunveruleikanum og hægt er. Það er ekki hægt að ábyrgjast að garnið sem þú færð í hendur sé nákvæmlega eins á litinn og sést á skjánum.  

Mórúnir lita hvíta ull með jurtum sem tíndar eru í vel grónum heiðum Kelduhverfis, í lúpínubreiðum sandanna og ræktuðu skóglendi.  Ýmsar algengar garðajurtir eru líka nýttar.

Íslenskar jurtir gefa okkur fallega jarðarliti, endalaus litbrigði af gulum, grænum og brúnum tónum.  Þær gefa líka rauðbrúna tóna og gráa. Til að fá aðeins tilbreytingu frá jarðarlitunum er hluti af ullinni litaður með kaktuslús sem gefur bleika, rauða og fjólubláa liti.   Bláa liti eða hreina rauða tóna er ekki hægt að ná með íslenskum jurtum.  

Verslun og jurtalitunarstofa

Lón í Kelduhverfi - Á korti

Haust-og vetraropnun - hafið samband í síma 866 1511 / info@morunir.is, eða kíkið í heimsókn - við erum yfirleitt heima

Sumarið 2021 18.júní-3.ágúst 12-17 alla daga nema sunnu- og mánudaga