Veljum Mórúnu
Íslensk ull í öndvegi
Íslenska sauðkindin hefur fylgt okkur frá landnámi. Hún hefur staðið af sér öll veður vegna einstakra eiginleika ullarinnar. Ullin er hlý, náttúruleg og falleg. Lónsullin er sérvalin lambsull og er sérstaklega unnin fyrir okkur í mjúkt og létt band. Íslenska ullin er 100% innlend framleiðsla.





Ný vörulína
Duftlitað Gilhagaband
Fjölbreytt litaafbrigði af dúnmjúku ærbandi sem unnið er hjá smáspunastofunni í Gilhaga í Öxarfirði. Dásamlega mjúkt og létt samkonar band og Lónsbandið í jurta- og sauðalitum 50 gr hespur, u.þ.b. 100 m
Lifandi náttúra
Árstími, vaxtarstaður, tími sólarhrings, vatnið. Allt þetta hefur áhrif á þá liti sem jurtirnar gefa.
Jurtalitun er lifandi list, við litum í litlum skömmtum og það eina sem er öruggt erað aldrei kemur 100% eins litur í hvert skipti upp úr pottinum, því setjum við ætíð garn úr sama litunarpotti saman í pöntun.
Við viljum veita valkosti í litbrigðum og verðum. Lítinn hluta ullarinnar litum við með duftlitum, meðal annars til að fá fallega rauða og bláa tóna. Við leggjum áherslu á litbrigði sem ekki er hægt að fá annarsstaðar.
Mórúnir lita ull með jurtum sem tíndar eru í vel grónum heiðum Kelduhverfis, í lúpínubreiðum sandanna og ræktuðu skóglendi. Ýmsar algengar garðajurtir eru líka nýttar.
Íslenskar jurtir gefa okkur fallega jarðarliti, endalaus litbrigði af gulum, grænum og brúnum tónum. Þær gefa líka rauðbrúna tóna og gráa. Til að fá aðeins tilbreytingu frá jarðarlitunum er hluti af ullinni litaður með kaktuslús sem gefur bleika, rauða og fjólubláa liti. Bláa liti eða hreina rauða tóna er ekki hægt að ná með íslenskum jurtum.
Verslun og handlitunarstofa
Lón í Kelduhverfi - Á korti
Haust-og vetraropnun - hafið samband í síma 866 1511 / info@morunir.is, eða kíkið í heimsókn - við erum yfirleitt heima
Sumarið 2021 18.júní-3.ágúst 12-17 alla daga nema sunnu- og mánudaga